Hjónabandssælan frá Kexsmiðjunni er bökuð eftir gamalli en góðri uppskrift
Hjónabandssælan frá Kexsmiðjunni er bökuð eftir gamalli en góðri uppskrift

Gamaldags getur verið gott eða slæmt. Í jákvæðri merkingu getur gamaldags verið eitthvað sem er gamalt og gott. Búið að sanna gæði sín með því að lifa lengi. Gamaldags getur líka verið tengt gömlum og góðum minningum og þannig verið jákvætt.

Í neikvæðri merkingu er gamaldags svona púkó. Ekki eins flott og fínt og það nýja af því að sífellt þarf að endurnýja, þótt á endanum fari flest í hringi og það sem var gamaldags komist aftur í tísku, hvort sem talað er um fatnað eða annað sem tengist lífsstíl.


Eins mótsagnakennt og það hljómar er meira að segja ”móðins” að vera gamaldags í dag þannig að orðið sem notað hefur verið um það sem ekki þykir flott og fínt er notað til að lýsa því sem einmitt þykir flott og fínt! Nógu flókið?

Við hjá Kexsmiðjunni erum gamaldags, og alfarið í jákvæðri merkingu þess orðs. Uppskriftirnar okkar eru gamlar og þrautreyndar og einfaldlega góðar. Hjónabandssæla, vínarbrauð, snúðar og hafrakex eins og amma og langamma bökuðu. Gamaldags er nefnilega gott – gott frá Kexsmiðjunni.

Deila |