Hafrakex frá Kexsmiðjunni
Hafrakexið frá Kexsmiðjunni er gott kaffimeðlæti

Lífið er fjölbreytt. Það gengur á ýmsu, og öll eigum við okkar hæðir og lægðir. Þegar litið er til baka eru það gæðastundirnar svokölluðu sem standa upp úr. Það geta verið augnablik sem líða án þess að nokkur uppgötvi hversu mikilvæg þau voru fyrr en löngu síðar. Það geta líka verið tilbúnar gleðistundir sem mikið er búið að hafa fyrir að skipuleggja eins og brúðkaup eða afmæli.

Það er eitt sem langflestar gæðastundir eiga sameiginlegt. Þær snúast um samveru, samskipti eða einfaldlega fólk. Maður er manns gaman eins og segir í Hávamálum og sú speki á sem betur fer enn við í dag.


Þegar tveir eða fleiri koma saman er til siðs að leggja sér eitthvað til munns. Eitthvað sætt og gott jafnvel. Góður vinafundur, kaffitími með ömmu eða skíðaferð með fjölskyldunni verða betri með ljúffengum bitum frá Kexsmiðjunni.

Góðgætið frá Kexsmiðjunni er gott og gamaldags kaffimeðlæti. Hjónabandssæla, hafrakex, kanilsnúðar eða súkkulaðikex fullkomna góðan fund og skapa réttu aðstæðurnar til að úr verði eftirminnileg gæðastund.

Deila |