Íslandskex frá Kexsmiðjunni
Notaðu Íslandskex í danska kexköku

Kexkaka getur verið þessi hefðbundna úr kexpakkanum en Danir eiga sérstaka kexköku. Danska kexkakan er nefnilega svona ekta kaka. Kaka úr kexi. Kex-kaka. Kakan er algjört sælgæti og ekki til að hafa á borðum alla daga, svona hollustulega séð, en alveg frábær svona spari. Hefðbundin uppskrift gerir ráð fyrir einhvers konar ferköntuðu vanillukexi, og er Íslandskexið frá Kexsmiðjunniu alveg tilvalið. Hér kemur uppskrift að danskri Kexköku:

Kikskage
Byrjið á að klæða formkökuform, ekki of lítið, með plasti eða bökunarpappír.


Hráefni:

  • 150g smjör
  • 300g dökkt súkkulaði
  • 1 dl flórsykur
  • 2 eggjarauður
  • 8-12 Íslandskex frá Kexsmiðjunni

Aðferð:
Bræðið smjörið í potti og takið af hitanum. Brytjið súkkulaðið niður í minni bita og setjið út í smjörið. Hrærið í þar til súkkulaðið er bráðnað. Hrærið flórsykrinum og eggjarauðum saman við súkkulaðisósuna. Hellið því næst botnfylli af sósunni í formið, leggið kexkökur ofan á, þá súkkulaði ofan á kexið og þannig koll af kolli. Það ættu að vera fjórar hæðir af kexi í kökunni og súkkulaði efst.

Setjið kökuna í ísskáp í að minnsta kosti nokkrar klukkustundir, helst yfir nótt. Gott er að láta kökuna síðan standa í hálftíma áður en hún er skorin, þá molnar hún síður.


Njótið kexkökunnar!

Deila |