svartur teketill
Helltu uppá gott te og fáðu þér kex frá Kexsmiðjunni

Tedrykkja hefur líklegast ekki náð viðlíka hæðum á Íslandi og hún hefur gert víða annarsstaðar í heiminum. Kaffi virðist vera uppáhalds drykkur flestra og gos og safar eru einnig vinsælir drykkir.

Tedrykkja og dýfingar á kexi eru hinsvegar stundaðar af fólki um allan heim og sitt sýnist hverjum. Ekki hentar allt kex vel til tedýfinga og gæta verður þess að mjög bragðmikið kex yfirgnæfi ekki tebragðið ólíkt kaffidýfingum á kexi þar sem það getur verið betra að hafa bragðmikið og sætara kex.

En te er líka fjölbreytt og til að mynda er hægt að fá bragðsterkt og kryddað te, til dæmis Chai, sem fer afar vel með dökku súkkulaðikexi eins og því sem Kexsmiðjan framleiðir.

Dæmigert svart te kallar hinsvegar á aðra nálgun, til dæmis hafrakex með smjöri og osti, í samloku að sjálfsögðu, og þá væri jafnvel ekki verra að hafa smá lögg af mjólk í teinu og jafnvel skvettu af sítrónu.

Hvernig á að laga gott te?
Þar sem bakarar Kexsmiðjunnar eru flinkir að baka kex sem fer vel saman með góðu tei er ekki úr vegi að fara yfir það hvernig á að hella upp á gott te - svona til að hafa með góða kexinu frá Kexsmiðjunni.

Mikilvægt er að nota vatn beint úr krananum og ekki má sjóða sama vatnið aftur og aftur. Hitaðu ketilinn og ekki hafa of stóran ketil ef þú ætlar bara að laga te í 1-2 bolla.

Notaðu eina skeið af tei eða einn tepoka á mann. Ef þú notar telauf þá ætti að láta þau liggja í fimm mínútur en ef um tepoka er að ræða ber að fara eftir leiðbeiningum á umbúðum.

Hellið mjólk við stofuhita í tebollann áður en þið hellið teinu út í. Svona er dæmigert enskt te.

Eftir smekk má bæta við sykri, hunangi eða sítrónu.

Deila |