Freistingar með kókos frá Kexsmiðjunni
Freistingar frá Kexsmiðjunni henta vel til dýfinga

Þú ferð út í búð og ætlar að kaupa þér kex. Úrvalið er mikið, allar stærðir, form og bragðtegundir. En það er ekki helsta vandamálið, heldur það að velja kex við hæfi og kex sem er í fullkomnu lagi.

Það fyrsta sem þú þarft að vara þig á er að forðast kex þar sem óljóst er hver framleiðandinn er. Þú þarft einnig að huga að umbúðunum og því að þær séu í lagi því ef umbúðirnar rofna geta bragðgæði kexins verið fljót að minnka. Umbúðirnar skipta því nokkru máli.

Kex sem er mikið brotið er stundum á niðursettu verði. En þó það sé brotið þá þýðir það ekki að bragðið sé eitthvað verra. Brotið kex hentar hinsvegar prýðilega til dýfinga og það að kexið er brotið er líka góð vísbending um að kexið sé ferskt og stökkt.

Þegar kex er valið er líka tilvalið að velta fyrir sér hvort eig að borða það eintómt eða hvort eigi að dýfa því í kaffi eða te. Freistingar frá Kexsmiðjunni henda til dæmis ljómandi vel til dýfinga á meðan Íslandskex með súkkulaði er betra eintómt.

Deila |