Hafrakex með kúmeni frá Kexsmiðjunni
Hafrakex frá Kexsmiðjunni inniheldur kúmen sem er eitt algengasta krydd í heimi

Hafrakexkökurnar frá Kexsmiðjunni hafa notið ómældra vinsælda frá því að Kexsmiðjan hóf að framleiða þær á ný, eftir gamalli og góðri uppskrift.

Hafrar hafa fylgt manninum í að minnsta kosti tvö þúsund ár og eru kostir hafranna ótvíræðir. Hafrar gefa fyllingu til lengri tíma, koma jafnvægi á blóðsykur og næringargildi þeirra er mikið. Hafrakex Kexsmiðjunnar býr því einnig yfir þessum eiginleikum en nú kynnum við nýtt hafrakex frá Kexsmiðjunni sem þú ættir að prófa. Við kynnum nefnilega með stolti nýtt og spennandi hafrakex með kúmeni.

Kúmen er planta skyld steinselju, rík af járni, en þó fyrst og fremst bragðrík planta sem býr yfir lokkandi ilmi. Kúmen er víða í heiminum talið hafa góð áhrif á meltinguna og er mikið notað í krydd.

Þessu virðist Skúli Magnússon landfógeti hafa verið kunnugur því þegar hann settist að í Viðeyjarstofu 1755 þá tók hann með sér kúmenplöntur sem honum hafði áskotnast austan að Hlíðarenda.

Eitt algengasta krydd í heimi
Í Hafrakexkökum Kexsmiðjunnar er kúmen fyrst og fremst notað til að gefa ómótstæðilegan kryddkeim sem passar vel með ríku hafrabragðinu.

Nýju Hafrakexkökurnar með kúmeni eru einstaklega gómsætar og ættu að henta sérlega vel með hverskyns ostum, sérstaklega bragðsterkari ostum. Uppáhalds sultan þín á einnig heima á hafrakexi með kúmeni.

Annars eru leiðirnar til að njóta hafrakexins nánast ótæmandi. Margir borða þær eintómar, eða einfaldlega bara með smjöri.

Það sem gerir hafrakexkökur Kexsmiðjunnar einstakar er að þær eru bakaðar á gamla mátann. Þær eru bragðmeiri og mýkri en fólk á að venjast og henta því vel í kaffitímann eða með köldu glasi af mjólk.

Hafrakexkökur Kexsmiðjunnar með kúmeni eru nú bakaðar af fullum krafti hjá Kexsmiðjunni á Akureyri. Búast má við að flestar betri verslanir muni á næstunni tryggja sér birgðir af hinum nýju hafrakexkökum enda má búast við mikilli eftirspurn eftir þessum einstaklega bragðgóðu kexkökum sem nú njóta góðs af einu vinsælasta kryddi í heimi.

Kíktu út í búð og prófaðu nýju hafrakexkökur Kexsmiðjunnar með kúmeni.

Deila |